Menningarráð

Menningarráð Suðurlands er ráð sveitarfélaga á Suðurlandi. Tilgangur ráðsins er að efla menningarstarf á Suðurlandi. Megin verkefni ráðsins eru:

  • Að marka stefnu ráðsins milli aðalfunda sem m.a. felst í því að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum á Suðurlandi, að hvetja til samstarfs og faglegra vinnubragða og að stuðla að almennri vitund og þekkingu um menningarmál
  • Að gera þjónustusamninga við viðurkennda aðila um að sinna skilgreindum verkefnum á vegum ráðsins
  • Að hafa eftirlit með öllum rekstri ráðsins og að sjá um að bókhald þess og fjármál séu í fullkomnu lagi
  • Að koma fram fyrir hönd Menningarráðsins fyrir dómstólum og stjórnvöldum
  • Að úthluta fjármagni til menningarverkefna samkvæmt samningi á milli sveitarfélaga á Suðurlandi og ríkisins.

Í Menningarráði Suðurlands eru 5 fulltrúar kosnir og 5 til vara á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga ár hvert.

Samþykktir Menningarráðsins byggja annars vegar á samningi milli sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál og hins vegar samningi milli menntamálaráðherra, samgönguráðherra og Samtök sunnlenska sveitarfélaga um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál, sem undirritað voru 02.maí 2007.

Samkvæmt fyrstu grein beggja samninga skal Menningarráð Suðurlands vera samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Suðurlandi um menningarmál og hafa meðal annars það hlutverk að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á starfssvæðinu, standa fyrir öflugu þróunarstarfi, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Suðurlandi samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga og hafa eftirlit með framkvæmd þess samnings.

 Menningarsamningur Suðurlands

Samstarfssamningur

 Stefna í menningarmálum

 Ársskýrsla Menningarráðs 2007-2008

 Logo Menningarráðs