17. febrúar 2016

Menningarráð Suðurlands lagt af

Starf menningarfulltrúa Suðurlands færðist til SASS eftir að Menningarráð Suðurlands var lagt af.  Hér  er hægt að komast á heimasíðu SASS

8. júlí 2015

Tónlistarhátíð í Strandarkirkju

Tónleikaröð verður haldin í Strandarkirkju í júlí og ágúst og ber hún heitið Englar og menn.  Margir frábærir listamenn munu stíga á stokk og syngja og spila. Sunnudaginn 12. júlí bera tónleikarnir yfirskriftina „Rómantík að sumri“ flytjendur Björg Þórhallsdóttir, sópran, Hrólfur Sæmundsson, baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, harmóníum. Sunnudaginn 19. júli, „Enn er vor um haf og land“, flytjendur Svavar Knútur og Kristjana Stefáns. Sunnudaginn 2. ágúst, „Þér ég þakka“, flytjendur Ísabella Leifsdóttir, sópran, Margrét Einarsdóttir, sópran, Þóra Passauer, kontra-alt og Magnús Ragnarsson, harmóníum. Sunnudaginn 9. ágúst, „Baðstofan og kirkjuloftið“, flytjendur Eyjólfur Eyjólfsson, tenór og langspil, Hugi Jónsson, baritónn og Kári Allansson, harmóníum. Og sunnudaginn 16. ágúst „Uppskeruhátíð á Maríumessu“, flytjendur Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Björg Þórhallsdóttir, sópran, Elísabet Waage, harpa og Hilmar Örn Agnarsson, harmóníum. Sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur annast guðsþjónustu.

Nánari dagskrá má sjá hér

 

15. apríl 2015

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

· Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

· Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

· Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Stuðningur við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn www.sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnum www.sudurland.is.

Eftirfarandi kynningarfundir verða haldnir;

Selfoss – 20. apríl kl. 12:30 – Austurvegur 56 (3.hæð)

Vestmannaeyjar – 21. apríl kl. 12:00 – Þekkingarsetur VE (4. hæð)

Hella – 22. apríl kl. 12:00 – Stracta hótel

Kirkjubæjarklaustur – 27. apríl kl. 13:00 – Kirkjubæjarstofa

Höfn – 29.apríl kl. 12:00 – Nýheimar

Sjá nánari upplýsingar um viðveru ráðgjafa á sudurland.is

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

SASS – Selfossi SASS – Hvolsvöllur SASS – Vestmannaeyjar SASS – Höfn
Austurvegur 56 Ormsvöllur 1 Þekkingarsetur VE Nýheimar
480-8200 480-8200 480-8200 480-820

 sass logo (2)                      Sóknaráætlun Suðurlands 2015

 

 

30. mars 2015

Íslenskt leikverk „Enginn með Steindóri“

Á haustdögum 2014 var leitað til F. Ella Hafliðasonar (Don ellione) um að leikstýra verkefni vetrarins hjá Leikfélagi Ölfuss. Til stóð að setja upp frumsamið verk, Einn rjúkandi kaffibolla eftir einn meðlim félagsins, Aðalstein Jóhannsson en ekki fékkst nægilegur fjöldi leikara til að manna þá sýningu svo það varð að hugsa dæmið upp á nýtt. Stjórn félagsins lagðist undir feld og valdi nýtt verk sem ber heitið Enginn með Steindóri og er eftir Nínu Björk Jónsdóttur. Æfingar fóru af stað 17. september 2014 og var verkið frumsýnt 25. október. Í sýningunni léku 9 leikarar og komu þeir víða að, frá Þorlákshöfn, Selfossi, Hveragerði og Reykjavík. Leikstjórinn Don ellione skilaði sínu vel og gekk samstarfið eins og best verður á kosið. Fjölmargir aðrir komu að uppsetningunni, leikmyndasmiðir, sminka, ljósamaður, auglýsingafulltrúi og fleira. Leikfélag Ölfuss hefur verið starfandi frá haustinu 2005 og á einmitt 10 ára afmæli nú í haust. Á þessum tíma hefur félagið sett upp 10 sýningar í fullri lengd auk þess sem það hefur staðið fyrir ýmsum minni viðburðum, námskeiðum og fleiru. Án styrktaraðila eins og Menningarráðs Suðurlands væri erfitt að halda starfseminni gangandi og er ákaflega mikilvægt að hafa aðgang að slíku þegar vinna á að verkefnum sem styrkja menningarflóru héraðsins.