26. október 2013

Safnahelgi – Breytin frá dagskrá

Vegna óviðráðanlegra aðstæðan færast tónleikar sem auglýstir eru í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn föstudaginn 1. nóvember, í Versali, Ráðhús Ölfuss.

Dagskrá og tímasetning sú sama.

 

Opið verður á Draugasetrinu á Stokkseyri laugardaginn og sunnudaginn 2. og 3. nóvember í eftirmiddagin. Aðgangseyri 1250.- kr

23. október 2013

Safnahelgi 2013

Menningarupplifun á  Safnahelgi á Suðurlandi  31.október – 3.nóvember nk..

Tónlist Marlene Dietrich í Eyjum, Mugison og félagar á Selfossi, draugasögur á Stokseyri, tónlist og frásagnir Þórðar í skógum,  saumamaraþon á Hvolsvelli, gönguferð í Flóanum með Guðna Ágústssyni og margt fleira.

Dagskráin hefst  með setningarhátíð í Þjósárstofa í Árnesi þann fimmtudaginn 31. október kl. 16:00.

Ávörp, tónlist og léttar veitingar

Í Sögusetrinu á Hvolsvelli verður Saumamaraþon í Njálureflinum og á Byggðasafninu í Skógum verður leiðsögn um safnið ásamt léttum upplestri Þórðar Tómassonar og tónlistaratriði.

Í Flóanum verða spennandi viðburðir eins og gönguferð að Flóðgáttinni þar sem Guðni Ágústsson mun leiða hópinn og einstakir tónleikar með KK (Kristjáni Kristjánssyni) og Magga Eiríks í Þingborg.

Heimsók í Hornafjarðarsöfn.  Sérfróðir á sviði fugla, sögu og fornleifafræða verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Í Vestmannaeyjum opnar bátasafn Þórðar Rafns, kynnt verður ný bók Eddu Andrésar, frásagnir úr Eldeyjaför, valdir kaflar úr Eyjakvikmyndum, ljósmynda- og myndlistasýningar. Hápunkturinn í Eyjum eru svo tónleikar með tónlist, sem Marlene Dietrich gerði fræga um miðja síðustu öld. Hrund Ósk  Árnadóttir  syngur við undirleik  Pálma Sigurhjartarsonar.

Á Selfossi er metnaðarfull dagskrá hápunkturinn eru án efa tónleikar  Mugison, Jónasar Sig. og Ómars Guðjóns. Í Tryggvaskála.

Skemmitileg nýung er að sundlaugarnar á Selfossi og Stokseyri  verða með eigin dagskrá „Uppskriftir í Pottunum“.

Konubókastofan á Eyrarbakka kynnir stjörnur kvennabókasögunnar s.s. Gurúnu frá Lundi.

Stórviðburðurinn á Klaustiri er án efa: „Eldklerkurinn“.   Möguleikhúsið sýnir nýtt leikverk, einleik um sr. Jón Steingrímsson í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Höfundur handrits og leikari er Pétur Eggerz, leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björnsdóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson.

Dagskrá helgarinnar er að finna hér til hægri á síðunni.

25. júní 2013

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri

Sönghátíð 28. – 30. júní 2013        23. hátíð

Gissur Páll Gissurarson, tenór

Vox feminae, kvennakór

Margrét J. Pálmadóttir, kórstjóri

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó

Francisco Javier Jáuregui, gítar

Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju fyrir börn

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi

 

Velkomin á Sönghátíð á Klaustri

Verið hjartanlega velkomin á Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri sem hylla nú röddina í margvíslegum birtingarformum undir merkjum Sönghátíðar. Við leitumst við að fara ótroðnar slóðir og á þessari hátíð er ýmis nýlunda sem við vonum að gestir kunni að meta.

Jafnhliða tónleikahaldinu er 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Þau fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í lokatónleikum hátíðarinnar með öllum tónlistarmönnum hennar.

Kvennakraftur? Bára Grímsdóttir, staðartónskáld Kammertónleikanna í ár, samdi verkið Dame la mano til frumflutnings á hátíðinni. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Hinn rómaði kvennakór Vox feminae, undir styrkri stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, frumflytur verkið, ásamt undirritaðri, á tónleikum með alíslenskri efnisskrá. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennakór kemur fram á hátíðinni.

Gissur Páll Gissurarson hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins, en hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari brýtur upp efnisskrána með óvenjulegu verki eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darknesse let mee dwelle eftir Dowland.

Undirrituð og Francisco Javier Jáuregui eru röddin og gítarinn á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar sem var að koma út hjá spænsku útgáfunni EMEC, og Naxos dreifir á heimsvísu. Hátíðin hefst einmitt á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á disknum. Henni lýkur hins vegar með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir bel canto meistarana Bellini, Rossini og Donizetti.

Við vonum að þið njótið vel!

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,

listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri – Sönghátíðar.

 

Föstudagur 28.6.2013 kl. 21:00

Come again, sweet love doth now invite – ensk sönglög frá endurreisnartímanum og 19. öld

Gissur Páll Gissurarson, tenór

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran

Francisco Javier Jáuregui, gítar

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó

J. Augustine Wade                Meet Me by Moonlight

(1796 – 1845)                                                                                                                                        

Alexander Lee                        When the Dew Is on the Grass

(1802-1851)                              Come Where the Aspens Quiver                                                              

Thomas Haynes Bayly         Long, Long Ago

(1797-1839)                                                                                                                                           

Charles Edward Horn           My Dark Hair’d Girl

(1786-1849)                             Cherry Ripe                                                                                     

Thomas Moore                       They Tell Me Thou’rt the Favour’d Guest

(1779-1852)                                                                                                                                           

P. Verini                                   Farewell! and Never Think of Me

(1781-1845)                                                                                                                                           

Joseph de Pinna                     Awake! Awake Mine Own Love

Charles Purday                       The Broken Hearts

(1799-1885)                             Guðrún og Javier           

                                                                                                                                                                     

Hlé

 

John Dowland                        Come Again, Sweet Love Doth Now Invite                        

(1563-1626)                             Flow My Tears                                                                                        

                                                   Fine Knacks for Ladies                                                                 

                                                   In Darknesse Let Mee Dwell                                                    

                                                   Gissur og Javier

 

Thomas Adès                          Darknesse Visible (byggt á In darknesse let mee dwell e. Dowland)

 (1971)                                       Anna Guðný

 

Philip Rosseter                      What Then Is Love But Mourning?                              

(1567/68-1623)                                 Gissur og Javier

 

Francis Pilkington                 Rest Sweet Nymphs                                                                    

(ca. 1565-1638)                                 Allir

 

 Laugardagur 29.6.2013 kl. 17:00

Dagur í grænu túni – íslensk kórtónlist

Kvennakórinn Vox feminae

Margrét J. Pálmadóttir, stjórnandi

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó

 

Íslenskt þjóðlag                                          Hrafninn flýgur um aftaninn (íslensk þjóðvísa)

Þórarinn Guðmundsson                           Land míns föður (Jóhannes úr Kötlum)

(1896-1979)

Íslenskt þjóðlag                                          Ljósið kemur langt og mjótt (íslensk þjóðvísa)

Radds. Jón Ásgeirsson (1928)

Íslenskt þjóðlag                                          Lysthúskvæði (Eggert Ólafsson)

Úts. Róbert A. Ottósson (1912-1974)

Hildigunnur Rúnarsdóttir                       Sápukúlur (Steingerður Guðmundsdóttir)

(1964)

Íslenskt þjóðlag                                          Friðrik sjöundi (íslensk þjóðvísa)

Úts. Jón Ásgeirsson

Jón Ásgeirsson                                           Hjá lygnri móðu (Halldór Kiljan Laxness)

Íslenskt þjóðlag                                          Tíminn líður (íslensk þjóðvísa)

Radds. Árni Harðarson (1956)

Þorkell Sigurbjörnsson                             Konur (Jón úr Vör)

(1938-2013)

Atli Heimir Sveinsson                               Snert hörpu mína (Davíð Stefánsson)

(1938)  Radds. Marteinn H. Friðriksson (1939-2010)

Sigurður Þórðarson                                   Sjá dagar koma (Davíð Stefánsson)

(1895-1968)

Hlé

 

Atli Heimir Sveinsson                               Við svala lind (Oddur Björnsson)

(1938)

Bára Grímsdóttir                                        Dame la mano (Gabriela Mistral) Frumflutningur

(1960)                                                           Ég vil lofa eina þá (gamalt helgikvæði)

Íslensk þjóðlög                                            Vísur Vatnsenda-Rósu (Rósa Guðmundsdóttir)

Radds. Jón Ásgeirsson                              Sofðu unga ástin mín (Jóhann Sigurjónsson)

Móðir mín í kví kví (íslensk þjóðvísa)

Jón Ásgeirsson                                           Maístjarnan (Halldór Kiljan Laxness)

Sigvaldi Kaldalóns                                     Sprengisandur (Grímur Thomsen)

(1881-1946) Radds. Gunnar Hahn (1908-2001)

Emil Thoroddsen                                       Hver á sér fegra föðurland (Hulda)

(1898-1944)

 

Sunnudagur 30.6. 2013 kl. 15:00

Bel canto og tónlistarbörn

Gissur Páll Gissurarson, tenór

Kvennakórinn Vox Feminae undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó

Francisco Javier Jáuregui, gítar

5-10 ára börn í tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur

 

Gaetano Donizetti                         Amore e morte                                                                    

(1797-1848)                                    Me voglio fà ‘na casa                                                                   

                                                                            Guðrún og Javier

 

Vincenzo Bellini                            Composizioni Da Camera

(1801-1835)                                       – Dolente imagine di Fille mia                                          

                                                               – Malinconia                                                                           

                                                               – Vanne, o rosa fortunate                                             

                                                               – Bella Nice, che d’amore                                                  

                                                               – Ma rendi pur contento                                                   

                                                                            Gissur Páll og Anna Guðný    

 Gioacchino Rossini                        Coro di ninfe (Armida)                                                       

(1792-1868)                                                    Vox Feminae og Anna Guðný

 

Gioacchino Rossini                        Giusto ciel, in tal periglio! (Maometto II)                   

                                                                            Guðrún, Vox Feminae og Anna Guðný

 

Gaetano Donizetti                         – Com’è gentil (Don Pasquale)                                        

(1797-1848)                                                    Gissur Páll, Vox Feminae og Javier

 

Hlé

 

5-10 ára krakkar úr tónlistarsmiðju Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri,

undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur,

flytja lítinn söng- og leikþátt í samstarfi við alla listamenn hátíðarinnar.

Þar má m.a. heyra Ständchen (Zögernd leise) og Impromptu eftir Franz Schubert

og Giovani liete, fiori spargete úr Brúðkaupi Figarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart.

 

Flytjendur

 

Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 þar sem kennarar hennar voru Hermína S. Kristjánsson, Jón Nordal og Margrét Eiríksdóttir og stundaði Post Graduate-nám við Guildhall School of Music í London.  Hún hefur síðan starfað á Íslandi við margvísleg störf píanistans, í kammertónlist, meðleik og sem einleikari.  Anna Guðný hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2005 og starfar einnig sem píanóleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem flytjandi ársins.

 

Elfa Lilja Gísladóttir, stjórnandi tónlistarsmiðju Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2013, lauk píanókennara- og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986. Sama ár hélt hún til Austurríkis þar sem hún kynnti sér kennsluaðferðir Carls Orff í tónlistaruppeldi og nam fræði hans við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg. Vorið 2006 lauk hún meistaragráðu við sama skóla. Elfa Lilja hefur frá árinu 1992 unnið með börnum á öllum aldri í tónlist og hreyfingu; með yngstu börnunum í Kramhúsinu og í leikskólum, með eldri börnum í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og með elstu “börnunum” í Kennaraháskólanum, nú Háskóla Íslands, við endurmenntun í formi fyrirlestra, námskeiða og almennrar tónlistarfræðslu.

 

Spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui fæddist í Oxford. Hann hóf nám í klassískum gítarleik sjö ára gamall hjá Kenton Youngstrom í Colburn School of Music í Los Angeles. Hann fluttist svo til Madrídar, þar sem hann lærði hjá Agustín Maruri og Oscar López, en hann sótti einnig námskeið hjá Pepe og Celedonio Romero. Javier lauk síðar Licenciate Diploma frá The Associated Board of the Royal Schools of Music og meistaragráðu frá Guildhall School of Music and Drama í London. Gítarkennarar hans þar voru Robert Brightmore og David Miller, en hann lærði einnig spuna hjá David Dolan og á tíorbu hjá David Miller.

 

Javier hefur komið fram á tónleikum, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar, á Spáni, Ítalíu, Möltu, Íslandi, í Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Suð-Austur Asíu í tónleikasölum svo sem St Martin in the Fields, Konungshöllinni í El Pardo á Spáni, St. James’ Palace og The Linbury Studio Theatre Covent Garden í London og Auditorio Nacional í Madríd. Hann hefur flutt gítarkonserta eftir Vivaldi og Rodrigo (Concierto de Aranjuez) með sinfóníuhljómsveitinni Schola Camerata á Spáni og komið fram sem einleikari með Sonor Ensemble, en þá hljómsveit skipa hljóðfæraleikarar úr Þjóðarsinfóníuhljómsveit Spánar.  Javier kemur reglulega fram með Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran og Elenu Jáuregui fiðluleikara, en þau Elena mynda Roncesvalles dúóið. Javier hefur tekið þátt í verkefnum í tónlistarmenntun á vegum Wigmore Hall í London frá árinu 2001. Hann er einn stjórnenda Festival Internacional de Música de Navarra (FIMNa) á Spáni og kennir klassískan gítarleik við St. Louis University í Madríd, þar sem hann er yfirmaður tónlistardeildarinnar.      www.javierjauregui.com

 

Gissur Páll Gissurarson, tenór, á langan feril að baki en aðeins ellefu ára þreytti hann frumraun sína í  titilhlutverkinu í Oliver Twist. Árið 2001 hóf  hann nám  við Conservatorio G.B. Martini í Bologna. Fyrsta óperuhlutverk Gissurar  á Ítalíu var Ruiz í óperunni Il Trovatore í Ravenna. Árið 2004 tók hann þátt í uppfærslu á Così fan tutte, undir stjórn Claudio Abbado í Ferrara, Reggio Emilia og Modena. Gissur Páll hefur m.a. sungið  hlutverk Danilos í Kátu ekkjunni, hlutverk Nemorinos í Ástardrykknum og Almaviva í Rakaranum í Sevilla.  Hann hefur einnig sungið í  uppfærslum á Werther eftir Massenet og Les Mammelles de Tiresias eftir Poulenc svo fátt eitt sé nefnt. Í desember 2010 kom út fyrsta sólóplata Gissurar Páls, Ideale, sem hefur verið mjög vel tekið. Árið 2006 tók Gissur Páll þátt í tveimur alþjóðlegum söngvarakeppnum á Ítalíu og vann til verðlauna í þeim báðum. Gissur Páll söng hlutverk Rodolfos í uppsetningu Íslensku óperunnar á La Boheme árið 2012. Hann var í kjölfarið tilfnefndur til Grímunnar og hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem klassíski söngvari ársins.

 

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música de Madrid, Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Hún hefur sungið m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bachsveitinni í Skálholti, Kammersveitinni Ísafold, Caput, Nordic Affect, Sonor Ensemble, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London.

 

Guðrún hefur frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Carmen, Sesto, Tónskáldið og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Teatro Real í Madríd.

 

Guðrún stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Hún hefur einnig sótt einkatíma í söng hjá Aliciu Nafé í Madríd. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London, ljóðasöngsverðlaunin í alþjóðlegu söngkeppninni í Zamora og Joaquín Rodrigo verðlaunin í Madríd. Hún hefur hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang.

 

Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana: Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, Grieg-Schumann, Apocrypha (Íslensku tónlistarverðlaunin) Iepo Oneipo Heilagur Draumur (Editor´s Choice, Gramophone Magazine), Grannmetislög, Unto Us, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð og English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar. Guðrún er listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri.      www.gudrunolafsdottir.com

 

Margrét Jóhanna Pálmadóttir, stjórnandi Vox feminae, hóf tónlistarferil sinn í Hafnarfirði þar sem hún, auk píanónáms, söng með Kór Öldutúnsskóla og kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún stundaði söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarháskólann í Vínarborg, Söngskólann í Reykjavík og á Ítalíu. Leiðbeinendur hennar voru meðal annarra Elísabet Erlingsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Lina Pagliughi og Eugenia Ratti. Margrét kom fyrst fram sem einsöngvari 12 ára gömul m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Hún söng með Þjóðleikhúskórnum í fjögur ár og tók á þeim tíma þátt í ýmsum uppfærslum með honum. Þá starfaði Margrét sem raddþjálfari Pólýfónkórsins og Söngsveitarinnar Fílharmoníu auk ýmissa annarra kóra og söng með sönghópnum Fjórar klassískar á árunum 1994-2000.

 

Margrét stofnaði Vox feminae 1993, sama ár og hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur, en einnig stofnaði hún og stjórnaði Kór Flensborgarskóla, Starfsmannakór SFR, Barnakór Grensáskirkju, Senjorítunum, Stúlknakór Reykjavíkur, Gospelsystrum Reykjavíkur, síðar Cantabile  og sönghópnum Aurora. Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghúsið Domus vox í Reykjavík sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Margrét hefur unnið mikið frumkvöðla- og hvatningarstarf í þágu stúlkna- og kvennakóra á Íslandi og hlaut fyrir það Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2004. Þá sæmdi Karl Gustav XVI, konungur Svía, Margréti Riddarakrossi hinnar konunglegu Norðurstjörnu í opinberri heimsókn sinni í september 2004.

 

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur hún verið listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi. Kórinn er til húsa í Sönghúsi kvenna; Domus Vox í Reykjavík sem er eina sönghús íslenskra kvenna og hefur kórinn tekið þátt í því frumkvöðlastarfi frá upphafi. Í sönghúsinu er einnig til húsa kvennakórinn Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur sem Margrét stjórnar einnig.

 

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina. Vox feminae hefur lagt mikla áherslu á að kynna íslenska kvennakóratónlist með tónleikahaldi ásamt útgáfu geisladiska og hefur kórinn gefið út þrjá geisladiska: Mamma geymir gullin þín (2000), Himnadrottning (2003) og Ave Maria (2006). Kórinn hefur haldið tónleika í Listasafni Íslands, Norræna húsinu, Þjóðmenningarhúsinu og mörgum kirkjum í Reykjavík, m.a. Grensáskirkju, Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju svo dæmi séu tekin. Kórinn hefur farið í tónleikaferðir innanlands, og haldið tónleika á Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Húsavík, Hellissandi, Reykholti og Skálholti. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir til útlanda, m.a. til Bretlands, Danmerkur, Ítalíu og Þýskalands.

 

Kórinn vann til silfurverðlauna árið 2000 í VIII. kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin í Vatíkaninu í Róm. Á kvenréttindadaginn þann 19. júní 2010 kom út bókin da capo Andartak í ljósi sem fjallar um sögu kórsins í máli og myndum. Bókina prýða myndir af kórkonum ásamt örsögum og hugleiðingum um hlutverk söngsins í lífi þeirra. da capo var gefin út í tilefni af 15 ára starfsafmæli kórsins og er ætlað að veita innsýn í starf kvennakórs á Íslandi og þeirra kvenna sem í honum starfa.   www.voxfeminae.is

 

 

Tónskáld

 

Joseph Augustine Wade (1796 – 1845) var virt írskt tónskáld og stjórnandi. Hann var auk þess skurðlæknir og vann sem slíkur áður en hann fluttist til Lundúna. Wade var þekktur fyrir útsetningu sína af “Peter Gray,” auk ýmissa eigin laga, en það þekktasta þeirra er “Meet me by Moonlight”.

 

George Alexander Lee (1802 – 1851)var enskur tenórsöngvari og tónskáld. Hann er þekktastur fyrir leikhústónlist og sönglög.

 

Thomas Haynes Bayly (1797 – 1839) var enskt söngvaskáld, leikskáld og rithöfundur. Bayly ætlaði að verða málafærslumaður eins og faðir hans, en eftir ýmsar pælingar tók hann sér fyrir hendur að skrifa fyrir leiksvið og sem lausapenni fyrir blöð. Hann er vel þekktur fyrir söngtexta sína, sem hann samdi í hundraðavís, og sem urðu margir heimsþekktir, sumir við hans eigin lög, m.a. Long, Long ago. Bayly er talinn eitt þekktasta enskumælandi söngvaskáld síns tíma; einungis Thomas Moore er talinn þekktari.

 

Charles Edward Horn (1786-1849) var enskt tónskáld, söngvari og óperustjóri. Hann hóf feril sinn sem söngvari en tók fljótlega að semja eigin gleðileiki og óperur. Rúmlega þrítugur fluttist hann til Ameríku þar sem hann átti glæstan feril bæði sem söngvari og óperustjóri, auk þess að stofna og reka, í félagi við aðra, tónlistarverslun. Einnig kom hann að stofnun ”The New York Philharmonic Society árið 1842. 

 

Thomas Moore (1779 – 1852) var írskt skáld, söngvari, söngvaskáld og skemmtikraftur. Hann var á margan hátt ævintýramaður, anarkískur í skoðunum án þess þó að taka beinan þátt í þeim pólitísku væringum sem áttu sér stað á ævi hans. Hann var, ásamt John Murray, talinn bera ábyrgð á því að endurminningar Byrons lávarðar voru brenndar að honum látnum. Hann var á sínum tíma vinsælasta söngvaskáld Íra, ekki síst fyrir ballöður sínar sem gefnar voru út sem ”Moore’s Irish Melodies” 1846 og 1852. Moore var einnig þekkt persóna í samkvæmislífi Lundúna, þar sem hann kynntist æðstu embættismönnum Englands. Hann dvaldi um tíma í Ameríku þar sem hann var afar gagnrýninn á hið pólitíska vald og þrælahald. Listi verka Moore’s er langur og þar er að finna bæði prósa, ljóð, söngva, sagnfræði, auk hinna þekktu sönglaga hans sem í dag teljast mörg til írskra þjóðargersema.

 

P. Verini (1781 – 1845) var ítalskur gítarleikari og tónskáld sem gaf verk sín út í Englandi. Um þjóðerni Verinis er reyndar ýmislegt á huldu. Leiddar hafa verið að því líkur að hann hafi verið annaðhvort ítalskur  eða franskur, en jafnframt hafa verið leidd að því gild rök að hann muni hafa fæðst á Korsíku. Líklega bjó hann í London, og víst er að börn hans eru skírð þar, og kona hans, Sarah, var ensk.

 

Joseph de Pinna var enskur píanókennari og tónskáld, starfaði í London á fyrri hluta 19. aldar. Hann samdi aðallega alþýðleg sönglög og útsetti einnig verk annarra fyrir píanó  Einnig liggur eftir hann óperan ”The Rose of the  Alhambra” sem var frumsýnd í Covent Garden leikhúsinu 1836.

 

Charles H. Purday (1799 – 1885) var enskur söngvari og kórstjóri í London. Auk þess gaf hann út tónlist og var einn af frumkvöðlum réttindamálum tónskálda (copyright law reform).Eftir hann liggja a.m.k. fimm bækur með trúarlegri tónlist.

 

John Dowland (1563-1626) Enska tónskáldið John Dowland var endurreisnarmaður, söngvari og lútuleikari. Hann var samtímamaður Willams Shakespeares og á tíma þeirra var ensk list þjóðleg og afar sérstæð. Í listrænu tilliti stóð hún nær ítalskri list en þýskri eða franskri. Dowland var einnig samtímamaður ensku madrigalistanna, en hann sérhæfði sig í nýstárlegum einsöngslögum með lútuundirleik. Dowland var menntaður á Ítalíu og eru söngvar hans undir sterkum áhrifum ítalskra aría og söngless.

 

Thomas Adés (f. 1971) er breskt tónskáld, píanóleikari og hljómsveitarstjóri. Eftir hann liggja m.a. hljómsveitarverk, óperur og kórverk.

 

Þórarinn Guðmundsson (1896 – 1979) er merkur brautryðjandi í íslenzkri tónlist. Hann var fyrsti íslenzki fiðluleikarinn, sem lauk prófi í þeirri listgrein við erlendan tónlistarskóla og hann hafði mikil og víðtæk áhrif á tónlistarlífið með margþættu starfi sínu, bæði sem fiðluleikari, hljómsveitarstjóri, tónskáld og kennari, en nemendur hans í fiðluleik skipta mörgum hundruðum. Í hljómsveitarmálum er hann fyrsti íslenski frumkvöðullinn. Hann var fyrsti Íslendingurinn, sem stofnaði hljóðfæraflokk, er varð vísir að fullkominni sinfóníuhljómsveit.

 

Jón Ásgeirsson (1928) tónskáld þarf vart að kynna. Meðal þekktustu verka hans eru óperurnar Þrymskviða, Galdra-Loftur og Möttulsaga. Hann hefur og samið mörg vinsæl sönglög svo sem lagið við ljóð Halldórs Laxness,  Maístjarnan og einnig liggja eftir hann fjölmargar útsetningar íslenskra þjóðlaga. Jón stjórnaði kórum, kenndi tónlist, m.a við Kennaraskóla Íslands, auk þess að vera lengi tónlistargagnrýnandi. Jón útsetti og samdi millikafla við lag úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar árið 1960 og setti það við lausavísur sem eignaðar voru Vatnsenda-Rósu og kallaði Vísur Vatnsenda-Rósu.  Lagið varð mjög vinsælt og þekkt í þessari útgáfu. Jóni þótti á höfundarétti sínum brotið þegar lagið var kallað „íslenskt þjóðlag“ og útsetning eignuð öðrum í síðari útgáfum, meðal annars þar sem lagið var notað í kvikmyndinni Tár úr steini  árið 1996. Úrskurðarnefnd á vegum STEFs úrskurðaði að Jón ætti stærstan hluta lagsins þótt það byggði á þjóðlagi. Urðu þessar deilur til að Jón sagði sig úr STEFi, þar sem honum þótti samtökin ekki styðja sig í höfundarréttarmálum þessa verks. Jón fékk riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001 fyrir „störf í þágu lista og menningar.“

 

Hildigunnur Rúnarsdóttir (f. 1964 ) hóf tónlistarnám 7 ára gömul sem fiðlunemandi í Tónlistarskóla Garðabæjar og skömmu síðar í Skólakór Garðabæjar. Hún lauk prófi frá tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1989, með tónsmíðar sem aðalgrein. Síðan nam hún tónsmíðar og formfræði nútímatónlistar í Hamborg og Kaupmannahöfn. Hildigunnur hefur starfað með ýmsum kórum, m.a. sönghópnum Hljómeyki. Helstu verk hennar eru m.a. Hnetu-Jón og gullgæsin, Blandaðir dansar fyrir hljómsveit, Konsert fyrir orgel, strengi og slagverk, Messa í minningu Guðbrands Þorlákssonar, fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit og Messa fyrir Jón Vídalín fyrir kór, einsöngvara og kammersveit. Einnig liggur eftir hana fjöldi kórverka og sönglaga. Sumrin 1994 og 1997 voru verk Hildigunnar, Syngur sumarregn, fyrir kór og sópran sóló og Andvökunótt, fyrir kór og baritón valin á geisladiska kórahátíðarinnar Europa Cantat.

 

Þorkell Sigurbjörnsson (1938 – 2013) er eitt af þekktustu íslenskum tónskáldum 20. aldarinnar. Hann hóf snemma nám við Tónlistarskólann í Reykjavík en eftir stúdentspróf frá MR 1957 hóf hann nám í tónsmíðum við Hamline-háskólann í Minnesota og síðan við Illinois-háskólann þaðan sem hann lauk meistaraprófi 1961. Sama ár kom hann heim og hóf störf við Tónlistarskólann í Reykjavík og kenndi þar allan starfsaldur sinn. Einnig kenndi hann við Listaháskóla Íslands er hann var stofnaður. Hann var félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni og heiðursdoktor frá Hamline-háskólanum. Þorkell samdi  rúmlega 300 tónverk, og mörg þeirra hafa verið gefin út á nótum og á hljómplötum. Meðal þeirra eru hljómsveitarverk, kammerverk, einleikskonsertar, barnaóperur , kammerópera  sem og raf- og tölvutónlist að ógleymdum  fjölda sálmalaga sem  sannarlega hafa náð eyrum þjóðarinnar. Þorkell tók einnig virkan þátt í félagsmálum listamanna og gengndi þar trúnaðarstöðum.

 

 

Atli Heimir Sveinsson (f. 1938) er í hópi mikilvirkustu íslenskra tónskálda 20. aldar. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Síðan nam hann tónsmíðar, hljómsveitarstjórn og píanóleik við Ríkistónlistarháskólann í Köln. Þaðan lauk hann prófi í tónsmíðum og tónfræði árið 1963. Meðal kennara hans voru Gunter Raphael, Rudolf Petzold og Bernd Alois Zimmermann. Hann stundaði framhaldsnám hjá Karlheinz Stockhausen og nam raftónlist í Hollandi hjá Gottfried Michael Koenig. Atli var formaður Tónskáldafélags Íslands 1973-83 og formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-76. Hann skipulagði alþjóðlega hátíð nútímatónlistar í Reykjavík 1973, og Norræna músíkdaga 1976. Árið 1980 stofnaði hann Myrka músíkdaga, hátíð íslenskrar nútímatónlistar. Atli kenndi tónsmíðar um árabil við Tónlistarskólann í Reykjavík, og hefur haldið fyrirlestra við marga erlenda háskóla.Hann var einnig höfundur vinsælla tónlistarþátta í Ríkisútvarpinu. Atli fékk Tónlistarverðlaun Norðurlanda árið 1976 fyrir Flautukonsert sinn. Árið 1993 var hann kjörinn meðlimur í hinni Konunglegu sænsku tónlistarakademíu. Verk Atla hafa verið víða flutt. Meðal þeirra má nefna óperurnar Silkitrommuna, Vikivaka, Tunglskinseyjuna og söngleikinn Lands míns föður. Þá má nefna 9 einleiks-konserta fyrir víólu, flautu, fagott, básúnu, fiðlu og selló, saxófónkvartett, 2 píanókonserta, fjölda hljómsveita-, kammer- og einleiksverka, svo og tónbálkinn Tíminn og vatnið við ljóð Steins Steinarrs. Af nýjum verkum má nefna óperuna Hertervig við texta norska skáldsins Paal-Helge Haugen og óperu um kristnitökuna á Íslandi ásamt Þorsteini Gylfasyni.

 

Sigurður Þórðarson (1895 – 1968) var í hartnær 40 ár einn af forystumönnum í íslensku tónlistarlífi, snjall söngstjóri og þjóðkunnur sem tónskáld. Hann hóf tónlistarnám hjá starfandi tónlistarfólki á Íslandi, en fór síðar, fyrir áeggjan Páls Ísólfssonar, til Leipzig, þar sem hann var samtíða Jóni Leifs og Páli. Sigurður stjórnaði ýmsum kórum, en þekktastur er kórstjórinn Sigurður Þórðarson fyrir að stofna Karlakór Reykjavíkur og stjórna honum í áratugi. Tónsmíðar hafði Sigurður alla tíð að aukastarfi en var engu að síður afkastamikið tónskáld. Eftir hann liggja mörg verk, flest óútgefin og mörg hafa aldrei verið flutt. Af einstökum tónsmíðum Sigurðar er hér vert að nefna Alþingishátíðarkantötuna frá 1930, en í henni er kaflinn ”Sjá dagar koma” sem er ljóðrænn og fagur og smýgur inn í hvers manns sál. Fyrir kantötuna fékk Sigurður fyrst tónskáldafrægð hjá þjóðinni.

 

Bára Grímsdóttir (1960), staðartónskáld Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri árið 2013, er tónskáld, söngkona, kórstjóri og tónlistarkennari. Hún útskrifaðist úr Tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989, fór til Hollands í framhaldsnám í tónsmíðum og lærði m.a. hjá Louis Andriessen. Bára hefur skrifað fjölda verka fyrir kóra en einnig samið fyrir einleikshljóðfæri, kammerhópa og hljómsveitir. Verk hennar hafa verið flutt á Íslandi og víða um heim. Mörg verka hennar hafa verið hljóðrituð og gefin út á geisladiskum í flutningi ýmissa tónlistarmanna og kóra, þar á meðal Hljómeykis, Kammerkórs Suðurlands og Vox Feminae.

 

Sigvaldi Kaldalóns (1881 – 1946). Allir íslendingar kannast við eitthvert sönglaga læknisins og sönglagaskáldsins Sigvalda Kaldalóns. Segja má að hann sésöngvatónskáld í orðsins fyllstu merkingu.

Sem ungur maður hneigðist hann til tónlistar og lærði að leika á harmoníum, en aðalstarf hans var þó alla tíð læknisstarfið. Hann gerðist héraðslæknir við norðanvert Ísafjarðardjúp og bjó í Kaldalóni, þar sem hann samdi mörg sinna þekktustu sönglaga. Nær allar hans tónsmíðar eru raunar sönglög . Honum var sú gáfa gefin að geta samið lifandi laglínu. Hann var í eðli sínu cantabile-tónskáld, það er að segja, tónskáld, sem leggur alla áherzlu á sjálfa laglínuna – melódíuna, en fylgiraddirnar eru aðeins til uppfyllingar. Það kann að vera, að ónóg kunnátta hafi valdið hér nokkru um búninginn, og hefur hann sjálfur látið svo um mælt, að það hafi valdið sér mestum harmi, hve lítið hann lærði í tónfræði. Sennilegt er, að hér hafið það ráðið mestu, að gáfu hans var þannig varið, að honum lét bezt að tjá sig í laglínunni einni saman. Þessi cantabile-gleði tónskáldsins veldur því, að menn læra fljótt lögin og hafa gaman af að syngja þau.

 

Emil Thoroddsen (1898 – 1944)var af listrænum meiði borinn, bæði tónlist, myndlist og bókmenntir voru honum í blóð bornar. Hann lærði ungur píanóleik og á yngri árum var hann þekktur sem Emil Thoroddsen píanóleikari, sem síðan breyttist smám saman í Emil Thoroddsen tónskáld. Að loknu stúdentsprófi lagði Emil stund á listasögu, málaralist og tónlist í Kaupmannahöfn og lauk þaðan cand.phil gráðu 1918. Síðar stundaði hann tónlistarnám í Leipzig og Dresden, áður en hann sneri heim, þar sem hann dvaldi síðan til æviloka.

Fyrst vakti hann á sér athygli sem tónskáld, er hann fékk önnur verðlaun fyrirAlþingishátíðarkantötuna 1930. Þetta glæsilega og stórbrotna verk lá þó í þagnargildi í mörg ár, þar til það var flutt í Þjóðleikhúsinu um vorið 1954 af Þjóðleikhúskórnum og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn dr. Victors Urbancic. Að þeim flutningi átti Tónskáldafélag Íslands frumkvæðið. Næst vakti Emil á sér þjóðarathygli sem tónskáld, er hann fékk 1. verðlaun fyrir sjómannasönginn Íslands Hrafnistumenn1939. Og enn hlaut hann sigur í sönglagakeppni í sambandi við lýðveldishátíðina 1944 með laginu Hver á sér fegra föðurland. Þetta lag var sungið í fyrsta skipti á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum, þremur vikum áður en hann andaðist. Emil hafði lokið svanasöng sínum.

 

Emil samdi um það bil 40 einsöngslög og kórlög, meðal þeirra eru þjóðalagaútsetningar og lögin í „Pilti og stúlku.“ Strokkvartett samdi hann í Þýzkalandi 1923, alveg óþekkt verk og með öllu glatað. Frá árinu 1925 eru tveir forleikir, annar að „Dansinum í Hruna“, en hinn að „Munkunum á Möðruvöllum.“ Háskólakantötu fyrir karlakór og hljómsveit samdi hann og var hún flutt við vígslu hinnar nýju háskólabyggingar 1940. Loks skal nefna „Andante in memoriam“ fyrir strengi, sem hann samdi við fráfall móður sinnar 1939. Lagið var leikið við útför hennar.Tónsmíðar Emils eru ljóðrænar og tilheyra rómantísku stefnunni. Þótt Emil træði ekki nýjar brautir, þá eru þó tónsmíðar hans með ferskum hljómum. Sýnir hann víða hugkvæmni í hljómasamböndum og er kunnáttan og smekkvísin órbrigðul. Einsöngslögin eru með haglega gerðum undirleik og fallegum millispilum. Á tónsmíðum hans er mikill menningarbragur.

 

Gaetano Donizetti (1797-1848) verður að teljast einn af mestu frumkvöðlum ítölsku óperunnar og mótaði Bel canto stílinn með glæsiaríum sínum á fyrri hluta 19. aldar, ásamt samtímamönnum sínum Bellini og Rossini. Hann er kunnur fyrir góðlyndi sitt og hógværð og þó einkum fyrir hver auðvelt hann átti með að semja tónlist og gera það hratt. Hann er talinn hafa samið um 70 óperur á ferli sínum.

 

Vincenzo Bellini (1801-1835). Ítali, þekktur fyrir ljúfa, einfalda og unaðslega tónlist í óperum sínum. Sönglög hans eða aríur hafa stundum væminn draumrænan hreim, en að baki þeim býr þó sami hreinleikinn og hjá Mozart og Chopin og jafnvel Wagner dáðist að þeim.

 

Gioachino Rossini (1792-1868). Líklega hefur ekkert annað tónskáld risið jafn hátt í ákafri og útbreiddri hylli sem Rossini, né heldur skilið eftir sig jafn fjöruga og dillandi tónlistararfleifð. Hann er þekktastur fyrir hinar 39 óperur sínar, en auk þeirra liggur eftir hann bæði kirkjutónlist, kammertónlist, sönglög og hljóðfæratónlist. Rossini hefur stundum verið nefndur hinn ítalski Mozart, vegna lagrænna og söngvænna tónsmíða sinna.

 

Franz Shubert (1797-1828) var austurrískt tónskáld og eitt mikilhæfasta tónskáld sinnar samtíðar. Hann samdi níu symfóníur, trúarlega tónlist, óperur, skreytitónlist (incidental music), auk fjölmargra kammer-  og píanóverka. En þekktastur er hann þó líklega fyrir ljóðasöngva sína, sem eru um 600 talsins. Schubert naut ekki mikillar hylli meðan hann lifði, en segja má að síðan hafi áhugi fólks á tónlist hans sífellt aukist og er hann í dag talinn einn af leiðandi tónskáldum rómantíska tímabilsins.

 

Wolfgang Amadeus Mozart (1756 – 1791) var eitt áhrifamesta tónskáld klassíska tímabilsins. Strax á fyrstu æviárum hans komu ótrúlegir tónlistarhæfileikar í ljós og frá fimm ára aldri lék hann fyrir kóngafólk Evrópu. Hann var ráðinn hirðtónlistarmaður í Salzburg 17 ára gamall, en varð eirðarlaus og ferðaðist um Evrópu í leit að betri stöðu, jafnframt því að semja tónlist. Honum var að lokum sögð upp staðan í Salzburg og dvaldi eftir það að mestu í Vínarborg, þar sem hann samdi mörg bestu verka sinna, symfóníur, konserta og óperur, auk hluta Requiem, sem honum entist ekki aldur til að ljúka. Mozart lærði gríðarlega mikið af öðrum og skapaði sér tæran og þroskaðan stíl þar sem glæsileiki og léttleiki fóru saman með dýpt og ástríðuþunga. Verk hans eru yfir 600 talsins sem mörg eru talin til hins besta í hópi symfónía, konserta, kammertónlistar, ópera og kórverka. Hann er í hópi vinsælustu sígildra tónskálda og áhrif hans má greina í verkum margra tónskálda hins vestræna heims.

 

Texti í efnisskrá eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson.

 

 

 

 

Eftirtaldir aðilar styrkja Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri 2013:

 

Ferðaþjónusta og Sumarhús Hörgsland.is

Hótel Laki

Hótel Geirland

Icelandair Hótel Klaustur

Kaffi Munkur Kirkjubæjarklaustri

Kjarval Kirkjubæjarklaustri

Klausturhof Kirkjubæjarklaustri

Menningarráð Suðurlands

Mennta- og Menningarmálaráðuneytið Tónlistarsjóður

Islandia Hótel Núpar

Skaftárhreppur

Sláturfélag Suðurlands

Systrakaffi

RR Tréverk

Tjaldsvæðið Kirkjubæ 2

 

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps þakkar þeim mikilvægan stuðning við tónlistarhátíðina.

 

Menningarmálanefnd Skaftárhrepps:

Rannveig Bjarnadóttir, formaður

Ingólfur Hartvigsson

Jón Geir Ólafsson

 

www.kammertonleikar.is

 

24. júní 2013

Söngur og píanó í Selinu á Stokkalæk

 Gunnlaugur Jón Ingason tenór og Sigurður Marteinsson píanóleikari halda tónleika í Selinu á Stokkalæk sunnudaginn 23. júní kl. 16. Þeir flytja íslensk og erlend sönglög, m.a. Lindina eftir Eyþór Stefánsson, Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kaldalóns, Rósina eftir Friðrik Jónsson, En Svane eftir Grieg, Una Furtiva Lagrima eftir Donizetti, Caro mio ben eftir Giordani og Ave Maria eftir Schubert. Þá mun Sigurður leika nokkur einleiksverk á píanó. Veitingar verða á tónleikunum og eru miðapantanir í síma 8645870.

 Gunnlaugur Jón Ingason er fæddur 1992. Hann hóf söngnám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 16 ára gamall undir handleiðslu Guðlaugs Viktorssonar. Núverandi kennari hans er Ágúst Ólafsson. Gunnlaugur Jón mun ljúka söngnámi sínu hér á landi næsta vor og stefnir að svo búnu að frekara söngnámi erlendis.

Sigurður Marteinsson hóf píanónám 13 ára gamall í Tónlistarskólanum á Sauðárkróki. Hann lauk hins vegar burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri 1975. Eftir það fluttist Sigurður til London til framhaldsnáms og var í London College of Music undir handleiðslu Philip Jenkins. Þá nam Sigurður hjá Árna Kristjánssyni um fjögurra ára skeið. Eftir nokkurra ára kennslustörf nam hann svo frekar hjá Bohimiliu Jedlikovu í Kaupmannahöfn.